Það sem mest er metið er jafnan ofmetið

Þetta hljómar kannski eins og ómerkileg og jafnvel öfundsjúk kaffihúsaspeki. En raunar er þetta byggt á vísindalegum rannsóknum og hreinni lógík. Félagsfræðingurinn Robert Merton sýndi fram á það sem hann kallaði Matteusaráhrifin eftir að hafa rannsakað hvaða áhrif birting ritrýndra vísindagreina hafði á orðspor samhöfunda. Niðurstaðan var mjög einföld regla: því meira álits sem þú naust fyrir, því meira batnaði orðspor þitt við birtingu greina. Sem sagt, ef tveir höfundar skrifuðu grein saman, annar frægur og virtur en hinn óþekktur, þá græddi sá frægi miklu meira á birtingunni. Þetta leiðir af sér meginreglu sem má orða svona: „því meira sem þú hefur, því meira færðu.“ Þetta gildir ekki bara í orðspori vísindamanna heldur um mörg, jafnvel flest, gæði í mannlegu samfélagi og raunar víðar. Í netfræðum er þetta kallað „preferential attachment“ en ég nenni ekki að útskýra af hverju (enda fremur klúðurslegt hugtak).

Óhjákvæmileg afleiðing af þessu er sú að orðspor og virðing hafa tilhneigingu til að velta upp á sig eins og snjóbolti. Því frægari sem einhver er, því fleiri eru að ræða um hann eða hana og við það vex frægðin enn og þegar það gengur lengst má segja að samfélagið í heild sammælist um að líta á viðkomandi sem höfuðsnilling og það álit verður hluti af samfélagsáttmálanum. Það verður viðurkennt að Van Gogh hafi verið (einn) mesti i málari allra tíma jafnvel þótt það sé bara samkomulagsatriði og alveg mætti hugsa sér að hann hefði aldrei orðið frægur en í stað hans hefðum við hampað einhverjum öðrum gleymdum snillingi. Þetta hlýtur að leiða til þess að hugmyndir okkar um ágæti fólks fara að líkjast power-law dreifingu, alveg eins og skipting auðs í samfélaginu fer að líkjast Pareto-dreifingu (sem er afbrigði af power-law) og af sömu ástæðu; því meira sem þú hefur, því meira færðu. Power-law dreifing lítur út eins og skyggði hlutinn á myndinni að neðan. Flestir hafa svo sem ekkert sérstakt orðspor en sífellt færri hafa meira og meira.

 

NormalPowerLaw

Á hinn bóginn má ætla að raunverulegir hæfileikar fólks dreifist nokkurn veginn random og sýni því normaldreifingu, eins og á myndinni. Þannig að ef allir væru metnir að verðleikum sæjum við einnig normalkúrfu þar í stað power-law dreifingar.

Ef við leggjum saman normaldreifingu og power-law dreifingu, eins og hér er gert, kemur því í ljós að þeir sem eru með mest orðspor hljóta að vera ofmetnir en meðalmanneskjan er vanmetin. Sennilega gildir það ekki aðeins um einstaklinga heldur ýmis önnur fyrirbæri (listaverk, hugmyndir, kenningar)

Ergo: Það sem mest er metið er jafnan ofmetið.

Vel að merkja nær þetta til ekki endilega til áhrifa manna og hugmynda. Áhrif ráðast einmitt aðallega af áliti sem stjórnast af power-law dreifingu en endurspegla ekki hæfileika eða virði nema að hluta til.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s